Nemendafélag FSH

19.5.2015

Innritun fyrir haustönn 2015

Á haustönn 2015 mun nám á stúdentsbrautum Framhaldsskólans á Húsavík breytast samkvæmt nýrri námskrá.

Boðið verður upp á þrjár nýjar námsbrautir til stúdentsprófs: félags- og hugvísindabraut, náttúruvísindabraut og opna stúdentsbraut.  Nánari upplýsingar um brautirnar er að finna HÉR.

Nemendur sem komnir eru áleiðis í námi sínu geta áfram stundað nám á eldri námsbrautum.  Upplýsingar um þær er að finna HÉR.

Boðið verður upp á fjarnám í öllum áföngum stúdentsbrauta.  Fjarnemar munu þó uppfylla einingar í íþróttum með öðrum áföngum.  Áhugasamir eru hvattir til þess að kynna sér vel gjaldskrá skólans og almennar upplýsingar um fjarnám.

Áfram verður boðið upp á almenna/opna námsbraut, framhaldsbraut og starfsbraut.  Brautarlýsingum þeirra brauta verður breytt í samræmi við nýja námskrá skólaárið 2015-2016.

Innritun fer fram á síðu Menntagáttar eða með því að senda Herdísi aðstoðarskólameistara póst á netfangið herdis@fsh.is  Einnig má hringja í s. 464-1344.