Nemendafélag FSH

4.5.2015

Fyrrverandi skólastjóri kom færandi hendi!

Björgvin R. Leifsson líffræðikennari er búinn að skrá allt dýrasafn skólans. Á dögunum var það til sýnis fyrir gesti og þá kom fyrrverandi skólastjóri Sigurjón Jóhannesson og færði skólanum fallegan steinkóral (Scleracinia) frá Eyjaálfu. Við þökkum Sigurjóni innilega fyrir auðsýndan hlýhug í garð skólans.