Nemendafélag FSH

17.3.2015

Gull í Lífshlaupinu!

Eins og flestir vita var Lífshlaup framhaldsskólanna í febrúar. Síðustu tvö ár höfum við í FSH fengið silfur í þeirri keppni en nú var markið sett enn hærra og mjög margir í skólanum, bæði nemendur og starfsfólk, lögðu sitt að mörkum með því að hreyfa sig og skrá hreyfinguna í FSH-liðið. Við uppskárum eins og við sáðum og gullið komið í hús :-) Á myndinni eru Sæþór Olgeirsson, Nína Björk Friðriksdóttir, Rakel Dögg Hafliðadóttir og Ingólfur Freysson en þau eru í heilsuráði skólans.