Nemendafélag FSH

10.3.2015

Dillidagar og árshátíð FSH

Hinir árlegu dillidagar voru í síðustu viku. Þeim lauk með magnaðri árshátíð á föstudagskvöld. Á dillidögum í ár var liðakeppni og keppt í hinum ýmsu þrautum fyrir hádegi en eftir hádegi fóru nemendur í svokallaðar smiðjur. Boðið var upp á: brjóstsykursmiðju, nuddsmiðju, förðunarsmiðju,  crossfitsmiðju, taekwondosmiðju, matarsmiðju,sumbasmiðju, hláturjógasmiðju, leikjasprellsmiðju og myndbandagerðarsmiðju. Ekki má gleyma dillicup keppninni, í ár kepptu átta pör. Elmar Daði Fannarsson og Grétar Berg Aðalgeirsson sigruðu í dillicup og bleika liðið vann þrautakeppnina. Stjórn nemendafélagsins kom með þá tillögu að öll liðin yrðu með skemmtiatrið á árshátíðinni. Sú tillaga reyndist aldeilis frábær og virkilega gaman að sjá hvað öll liðin lögðu mikla vinnu í fín skemmtiatriði. Veislustjórar á árshátíðinni voru þeir síkátu Auddi og Steindi, Halldór Valda spilaði undir við gömlu dansana og DJ Maximus (Óskar Páll og Ágúst Þór) sáu um danstónlistina. Árshátíðarnefnd og stjórn nemendafélagsins eiga mikið hrós skilið fyrir frábæra dillidaga. sjá myndir og frábært myndband á fésbókarsíðu FSH.