Nemendafélag FSH

23.2.2015

Rafræn forinnritun nemenda í 10. bekk

Rafræn forinnritun nemenda í 10. bekk fer fram dagana 4. mars til 10. apríl nk.

Innritunin fer fram á vefsíðu Menntagáttar; http://menntagatt.is.  Nemendur fá bréf frá Námsmatsstofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum sem afhent verður í grunnskólum.  Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Námsmatsstofnun með upplýsingum um innritunina.  Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni.

Hægt er að sækja um eftirfarandi námsbrautir í FSH: almenna námsbraut, félagfræðibraut, framhaldsbraut og náttúrufræðibraut.

Lokainnritun 10. bekkinga fer fram 4. maí - 10. júní.

Innritun eldri nemenda fer fram 1. apríl - 31. maí.  Athugið að nemendur sem þegar eru skráðir í skólann þurfa einungis að velja fög fyrir næstu önn til að sækja um áframhaldandi skólavist.

Með kveðju,
stjórnendur FSH