Nemendafélag FSH

13.1.2015

Heimsókn frá starfsfólki Jafnréttiststofu!

Í gær mánudaginn 12. janúar fengum við góða gesti. Það voru þau Arnfríður Aðalsteinsdóttir og Tryggvi Hallgrímsson frá Jafnréttisstofu sem komu í heimsókn og fluttu erindi á sal. Þau ræddu við nemendur og starfsfólk um jafnrétti kynjanna og spurðu þeirrar mikilvægu spurningar hvort kyn skipti máli. Við þökkum þeim innilega fyrir komuna og að minna okkur öll á að halda í heiðri jafnrétti á öllum sviðum.