15.1.2015

Gettu betur!

Á sal 12. janúar var keppni á milli starfsmanna FSH og nemenda sem eru í Gettu betur liði skólans.Tveir kennarar, Smári og Björgvin og fjármálstjórinn Svava kepptu við þau Hjörvar, Ólöfu og Óskar Pál. Dómari og höfundur spurninga var Valdimar Stefánsson kennari, Ófeigur Óskar Stefánsson var tímavörður og Dóra skólameistari var spyrill. Keppnin var jöfn og spennandi en starfsmenn unnu á lokasprettinum 20-16.
FSH liðið keppir í dag fimmtudag við Tækniskólann. Við óskum krökkunum góðs gengis. Áfram FSH!