Nemendafélag FSH

21.10.2014

Valdagur í FSH!

Nú er komið að því að nemendur fari að velja áfanga fyrir næstu önn.

Á morgun, miðvikudaginn 22. október, verður haldinn umsjónartími kl. 15:20 í stofu 1 (tölvustofu) þar sem aðstoðarskólameistari og umsjónarkennarar verða nemendum til aðstoðar með valið.  Ætlast er til að nýnemar mæti í þennan umsjónartíma en eldri nemendum er frjálst að sjá um sitt val sjálfir í skólakerfinu Innu.

Mikilvægt er að ALLIR, sem ætla að vera við nám á næstu önn, verði búnir að klára valið sitt fyrir miðvikudaginn 29. október.