Nemendafélag FSH

8.9.2014

STÖÐUPRÓF 17. SEPTEMBER 2014

 

Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin 17. september kl. 16:00 í Menntaskólanum við Hamrahlíð í eftirtöldum tungumálum:

Stöðupróf í albönsku, filipísku (tagalog og bisaya), finnsku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, lettnesku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, svahílí  og víetnömsku.

Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu.

Prófgjald, kr. 8000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis 17. september. Nauðsynlegt er að við greiðslu komi fram nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt.

Skráning á www.mh.is

Sjá nánar hér