4.9.2014

Nýnemavika

Nú stendur nýnemavikan sem hæst. Nýnemar eru búnir að fara með FSH eiðinn, fá rósir, dansa, fara í leiki og fá heitar vöfflur. Kvöldvaka verður á sal í kvöld og skemmtiferð til Akureyrar á morgun. Svo ætla nemendur FSH að ganga til góðs með Rauða krossinum á laugardaginn. Myndir