Nemendafélag FSH

18.9.2014

Nemendur í jarðfræðiferð!

Í síðustu viku fóru átta nemendur í JAR103 í jarðfræðiferð með kennara sínum Gunnari Baldurssyni. Farið var upp í Mývatnssveit í Kröflueldstöð. Röktu Laxá frá upptökum við Lúdentsborgir yfir syðri flóa í Mývatni niður Laxárdal og niður í Aðaldal. Sól og veðurblíða lék við hópinn allan daginn og ferðin fróðleg og vel lukkuð í alla staði.