Nemendafélag FSH

15.9.2014

Námsferð í FSN!

Kennarar og stjórnendur skólans heimsóttu Fjölbrautaskóla Snæfellinga á föstudaginn. Fylgst var með kennslu og kynningu á leiðsagnarmati og kennsluvef sem var eitt aðalmarkmið heimsóknarinnar. Skólinn var skoðaður, rætt við stjórnendur, kennara og nemendur um skólastarfið. Áður en lagt var af stað heim var ljúffeng kjötsúpa snædd í mötuneyti skólans. Við þökkum Jóni Eggerti skólameistara, Hrafnhildi, Sólrúnu og öllum hinum kærlega fyrir góðar móttökur og óskum skólanum velfarnaðar í framtíðinni.