Nemendafélag FSH

13.9.2014

Fyrirlestur um skaðsemi vímuefna!

Magnús Stefánsson frá Maritafræðslu heimsótti okkur í FSH á síðasta miðvikudag. Hann hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk skólans um skaðsemi og einkenni eiturlyfjaneyslu. Um kvöldið hélt Magnús fyrirlestur í Borgarhólsskóla fyrir foreldra og á fimmtudagsmorgun fyrir 8. 9. og 10. bekk. Ljóst er að við verðum að vera vakandi fyrir þessum vágesti sem eiturlyfin eru og taka höndum saman til varnar unglingunum okkar. Sparisjóður Þingeyinga, Landsbankinn á Húsavík, Íslandsbankinn Húsavík, Húsavik Cape Hotel og Fosshótel styrktu verkefnið og fá bestu þakkir fyrir.