2014 09

18. september 2014

Nemendur í jarðfræðiferð!

Í síðustu viku fóru átta nemendur í JAR103 í jarðfræðiferð með kennara sínum Gunnari Baldurssyni. Farið var upp í Mývatnssveit í Kröflueldstöð.

15. september 2014

Námsferð í FSN!

Kennarar og stjórnendur skólans heimsóttu Fjölbrautaskóla Snæfellinga á föstudaginn. Fylgst var með kennslu og kynningu á leiðsagnarmati og kennsluvef sem var eitt aðalmarkmið heimsóknarinnar.

13. september 2014

Fyrirlestur um skaðsemi vímuefna!

Magnús Stefánsson frá Maritafræðslu heimsótti okkur í FSH á síðasta miðvikudag. Hann hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk skólans um skaðsemi og einkenni eiturlyfjaneyslu.

09. september 2014

Kennsla fellur niður 12. september

Kennsla fellur niður föstudaginn 12. september vegna námsferðar kennara í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Skólinn verður opinn til kl. 14:00. Nemendur eru hvattir til að nýta sér það.

08. september 2014

STÖÐUPRÓF 17. SEPTEMBER 2014

  Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin 17. september kl. 16:00 í Menntaskólanum við Hamrahlíð í eftirtöldum tungumálum: Stöðupróf í albönsku, filipísku (tagalog og bisaya), finnsku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, lettnesku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, svahílí  og víetnömsku.

04. september 2014

Nýnemavika

Nú stendur nýnemavikan sem hæst. Nýnemar eru búnir að fara með FSH eiðinn, fá rósir, dansa, fara í leiki og fá heitar vöfflur. Kvöldvaka verður á sal í kvöld og skemmtiferð til Akureyrar á morgun.