2014 05

28. maí 2014

Brautskráning í FSH 2014

Framhaldsskólanum á Húsavík var slitið við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju laugardaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni.

23. maí 2014

Brautskráning!

Á morgun laugardaginn 24. maí verður brautskráning í Húsavíkurkirkju. Þá útskrifast 18 nemendur 1 af almennri námsbraut, 1af starfsbraut, 7 nemendur af náttúrufræðibraut og 9 nemendur af félagsfræðibraut.

22. maí 2014

Prófsýning!

Prófsýning í FSH kl. 9 fimmtudag 22. maí. Þá gefst nemendum tækifæri til að fara yfir prófin sín og ræða við kennara.

16. maí 2014

Frétt á 640.is

Á fréttaveituvefnum www.640.is er sagt frá nemendum í HR sem eru að þróa armband með innbyggðu staðsetningartæki. Það er gaman að geta þess að tveir í þessum hópi eru fyrrverandi nemendur framhalsskólans á Húsavík.

16. maí 2014

Prófatíð í FSH!

Nú eru prófin í fullum gangi í FSH. Síðasti prófdagur er á þriðjudag 20. maí. Sjúkra- og endurtökupróf 21. maí, prófsýning 22. maí.

12. maí 2014

Kveðjuveisla 2014

Á föstudag buðu útskriftarnemar starfsfólki skólans í pitsuveislu og gáfu rósir í tilefni að því að þá var síðasti kennsludagur.

09. maí 2014

Gleði og gaman í FSH! (1)

Heilsuráð stóð fyrir grillveislu í hádeginu á miðvikudag. Notalegar samverustundir eins og þær að grilla saman eru upplagðar fyrir geðheilsuna.