31.3.2014
Nemendur FSH aðstoða eldri borgara!
Frumkvæði - Samvinna - Hugrekki! Eru einkunnarorð skólans. Gott dæmi um samvinnu við nærsamfélagið er tölvukennsla fyrir eldri borgara sem er ný lokið. Kennslan hófst í lok janúar og fór fram á miðvikudögum milli 15:30 og 16:30 í húsnæði skólans. Fjöldi þátttakenda hvert skipti var á bilinu 6-10 og útskriftarefni sem tóku að sér að kenna og aðstoða voru 4-6. Það var mál manna að þessir tímar hefðu verið afar skemmtilegir og að allir hefðu haft gagn og gaman af.