Nemendafélag FSH

18.2.2014

Hulda Ósk íþróttamaður Húsavíkur 2013!

Hulda Ósk Jónsdóttir var valin íþróttamaður Húsavíkur 2013. Hulda er á félagsfræðibraut í FSH og eins og allir vita frábær í knattspyrnu. Á síðasta ári var hún valin bæði í U16 og U17 ára landslið Íslands og hún lék stórt hlutverk í báðum þessum liðum. Við óskum Huldu til hamingju með titilinn og óskum henni einnig bjartrar framtíðar í leik og starfi.