Nemendafélag FSH

25.2.2014

Dillidagar í FSH!

Þá eru dillidagar byrjaðir í FSH! Góðir gestir eru búnir að koma í heimsókn, dillicup keppni, dillisvar og þemavinnan hafin. Þemað í ár er áratugirnir frá 1950-2010.

Í gær kom Sigríður Klingenberg spámiðill og lífskúnstner og fjallaði m.a. um mátt orðsins og jákvæðs hugarfars. Dillisvar var í gærkvöldi þar sem Halldór Kárason stóð uppi sem sigurvegari og fékk veglegan vinning. Keppendur í dillicup 2014 stigu á stokk og sýndu á sér fjölbreyttar hliðar. Í morgun var Dalvíkingurinn Kristján Guðmundsson með ansi magnaðan og áhugaverðan fyrirlestur sem hann nefnir ,,Gefumst ekki upp". Þar sagði hann frá vinnuslysi sem hann lenti í og þeim ótrúlega bata sem hann hefur náð á þremur árum. Þar skipti sköpum jákvætt hugarfar og að setja sér markmið. Eftir hádegi fara nemendur í svokallaðar smiðjur. Í dag eru: Kundalini jóga- og hlátursmiðja, förðunarsmiðja, ljósmyndasmiðja, hreyfismiðja og nuddsmiðja.

Hér eru myndir frá opnu húsi