29.1.2014
Að auka tækniáhuga nemenda.
Í morgun fengum við í FSH tvo verkfræðinema í heimsókn. Ingibjörg Ósk Jónsdóttir er í HR að læra hugbúnaðarverkfræði en Sveinn Finnson er í HÍ og lýkur í vor rafmagnsverkfræði. Tilgangurinn var að auka tækináhuga nemenda. Þau kynntu á líflegan og skemmtilegan hátt, þá fjölmörgu atvinnumöguleika sem verkfræðin býður uppá. Gaman að fá unga og efnilega námsmenn í heimsókn.