2013

22. ágúst 2013

Gleðilega haustönn 2013

Þá er skólastarfið hafið í FSH. Skólasetning var á sal kl. 9 í gærmorgun. Skólameistari kynnti starfsfólk skólans og helstu nýjungar í skólastarfinu.

15. ágúst 2013

Haustönn 2013

Haustönn 2013 hefst með skólasetningu miðvikudaginn 21. ágúst kl. 9. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir. Að lokinni skólasetningu hitta nemendur umsjónarkennara sína.

03. maí 2013

Dimmitering útskriftarnema!

 Krakkarnir heimsóttu leikskólann og grunnskólann og sprelluðu eins og þeim einum er lagið. Í hádeginu bjóða útskriftarnemar starfsfólki í mat í Sal skólans.

18. apríl 2013

Hinir ungu kenna þeim eldri!

 Anna Sigrún Mikaelsdóttir, formaður eldri borgara á Húsavík, hafði samband við Dóru skólameistara í byrjun árs og ræddi um möguleika á því að eldri borgarar fengju nokkra tíma í tölvukennslu.

15. apríl 2013

Nám til framtíðar

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út kynningarblað um nýju aðalnámskrárnar og er því dreift um allt land. Blaðinu er ætlað að kynna nemendum, foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum nýjar áherslur í menntun leikskólabarna, grunn- og framhaldsskólanemenda.