Nemendafélag FSH

4.11.2013

Skemmti- pitsukvöld í FSH.

Stjórn NEF stóð fyrir skemmtikvöldi í skólanum síðastliðið föstudagskvöld með pitsum og tilheyrandi. Uppistandarinn Beggi blindi var með svokallað uppistand, Friðrik Marinó og Jón Ásþór sungu og spiluðu tvö lög, Jón Þór afmælisdrengur og Ásrún formaður NEF tóku tvo ,,hengingarleiki''  og að loku var spurningakeppni í boði Hjörvars Gunnars. og Jóns Þórs. Aldeilis ljómandi föstudagskvöld í FSH.