Nemendafélag FSH

31.10.2013

Nýtt foreldraráð við FSH!

Á aðalfundi foreldrafélags FSH í gær tók nýtt foreldraráð til starfa. Unnur Sigurðardóttir og Helena Jónsdóttir verða áfram í ráðinu og fimm nýir komu inn. Nýja foreldraráðið skipa: Unnur Sigurðardóttir formaður, Helena Jónsdóttir ritari, Unnur Mjöll Hafliðadóttir fulltrúi foreldraráðs í skólanefnd, Gréta Björgvinsdóttir meðstjórnandi og Kjartan Traustason meðstjórnandi. Varamenn eru Guðrún Jónsdóttir og Róbert Ragnar Skarphéðisson. Starfsfólk skólans hlakkar til samstarfsins og skorar á foreldra/forráðamenn að styðja við bakið á nýju foreldraráði.