Nemendafélag FSH

3.10.2013

Góðgerðar-félagsvist

Undanfarin ár hefur á haustmánuðum verið farið af stað með söfnunarátak sem nefnist Á allra vörum og rennur ágóði söfnunarinnar til verðugra málefna hverju sinni. Að þessu sinni er safnað fyrir nýrri geðgjörgæsludeild en það er bráðageðdeild fyrir allra veikasta fólkið. Nemendafélag Framhaldsskólans á Húsavík vill leggja sitt af mörkum í þágu þessa málefnis og stóð því fyrir félagsvist miðvikudagskvöldið 2. október. Aðgangseyrir var 500 krónur og mun ágóðinn renna óskiptur í söfnunina. Vel var mætt og og stemningin góð. Laufléttum spurningum var beint út í sal annað veifið og fékk sá sem fyrstur var til að svara hverju sinni skemmtileg verðlaun á borð við jójó, risastrokleður og gervi-yfirvaraskegg. Haldið var utan um stigin í félagsvistinni og veitt vegleg verðlaun fyrir flesta slagi í karla- og kvennaflokki. Jafnframt voru veitt skammarverðlaun fyrir fæsta slagi. Kvöldið var í alla staði vel heppnað og á Nemendafélag FSH hrós skilið fyrir framtakið.
Hér má sjá nokkrar myndir.