2013 10

31. október 2013

Nýtt foreldraráð við FSH!

Á aðalfundi foreldrafélags FSH í gær tók nýtt foreldraráð til starfa. Unnur Sigurðardóttir og Helena Jónsdóttir verða áfram í ráðinu og fimm nýir komu inn.

30. október 2013

FSH í öðru sæti í Lífshlaupinu 2013!

FSH varð í öðru sæti í Lífshlaupi framhaldsskólanna. Menntaskólinn á Laugarvatni sigraði á lokasprettinum. Við erum í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli og erum stolt og glöð yfir þessum fína árangri nemenda og starfsfólks skólans.

25. október 2013

Haustfrí!

Haustfrí í FSH er föstudaginn 25. október og mánudaginn 28. október.

03. október 2013

Góðgerðar-félagsvist

Undanfarin ár hefur á haustmánuðum verið farið af stað með söfnunarátak sem nefnist Á allra vörum og rennur ágóði söfnunarinnar til verðugra málefna hverju sinni.