Nemendafélag FSH

6.9.2013

Nýnemaviku lýkur

Í dag lýkur nýnemaviku með grilli og skemmtiferð. Grillaðar verða að a.m.k. 200 pylsur í boði Norðlenska. Í vikunni var nýnemasvar á sal, útileikir og pitsuveisla. Nemendur fóru með hollustueið skólans, fengu kórónur, krans um háls og skúffuköku. Stjórn NEF ásamt félags-og forvarnarfulltrúa hafa skipulagt og stjórnað með mikilli röggsemi. En sjón er sögu ríkari og hér má sjá myndir sem teknar voru í nýnemavikunni.