Nemendafélag FSH

18.9.2013

Fleiri góðir gestir í FSH!

Nokkuð gestkvæmt hefur verið hjá okkur í FSH síðustu daga. Það er bæði fræðandi og skemmtilegt að fá góða gesti. Í gær fengum við heimsókn frá starfsmönnum Veðurstofu Íslands í tenglsum við dag íslenskrar náttúru. Snorri Zóphóníasson, sérfræðingur í vatnsföllum, ásamt Jóni Ottó Gunnarssyni sem er svæðisstjóri vatnamælinga á Norðurlandi eystra komu á sal. Snorri kynnti starf Veðurstofunnar og flutti erindi um vatn og vatnsbúskap.