26.8.2013
Nýnemar boðnir velkomnir í FSH
Í dag voru nýnemarnir okkar fínu og flottu boðnir velkomnir í skólann. Nemendaráð og skólameistari tóku á móti þeim í anddyri skólans og nýnemar fengu kórónu með nafni sínu á. Í löngufrímínútum var svo boðið upp á skúffuköku og flórídana. Í næstu viku verður nýnemavika sem endar á grilli og skemmtiferð.