Nemendafélag FSH

22.8.2013

Gleðilega haustönn 2013

Þá er skólastarfið hafið í FSH. Skólasetning var á sal kl. 9 í gærmorgun. Skólameistari kynnti starfsfólk skólans og helstu nýjungar í skólastarfinu. Skólameistari hvatti nemendur til að standa sig vel í náminu og fjallaði um hversu góð ástundun er mikilvæg í námi og starfi. Einnig minnti skólameistari nemendur á að skemmtilegt félagslíf er þroskandi og gefandi en undir þeim sjálfum komið. Eftir setninguna hittu nemendur umsjónarkennara sína.

Við óskum þess að starfið í vetur verði farsælt og gleðilegt og í anda einkunnarorða skólans: Frumkvæði – Samvinna – Hugrekki!