2013 08

26. ágúst 2013

Nýnemar boðnir velkomnir í FSH

Í dag voru nýnemarnir okkar fínu og flottu boðnir velkomnir í skólann. Nemendaráð og skólameistari tóku á móti þeim í anddyri skólans og nýnemar fengu kórónu með nafni sínu á.

22. ágúst 2013

Gleðilega haustönn 2013

Þá er skólastarfið hafið í FSH. Skólasetning var á sal kl. 9 í gærmorgun. Skólameistari kynnti starfsfólk skólans og helstu nýjungar í skólastarfinu.

15. ágúst 2013

Haustönn 2013

Haustönn 2013 hefst með skólasetningu miðvikudaginn 21. ágúst kl. 9. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir. Að lokinni skólasetningu hitta nemendur umsjónarkennara sína.