Nemendafélag FSH

15.3.2013

Nemendur í Vísindaensku vinna verkefni á Hvalasafninu

Í þessu verkefni hafa nemendur verið að vinna með sýningarefni safnsins, hvalina. Hér eru um að ræða tólf manna hóp nema sem flestir eru að nálgast útskrift frá skólanum. Nemendur hafa unnið af krafti í verkefnavinnunni og sér nú fyrir endann á þeirri vinnu. Forsvarsfólk Hvalasafnsins hefur í hyggju að gera úrlausnir nemenda að hluta af safnmunum og má væntanlega sjá afrakstur vinnu nemenda á safninu í sumar. Samstarfið við Hvalasafnið hefur verið sérlega ánægjulegt og fræðandi, og það er alltaf jákvætt þegar flétta má skólastarfið við aðra innviði samfélagsins á uppbyggjandi hátt fyrir alla hlutaðeigandi.