Nemendafélag FSH

20.3.2013

10. bekkur Borgarhólsskóla í heimsókn (3)

Í gær kom fríður og föngulegur hópur 10. bekkinga úr Borgarhólsskóla í heimsókn í FSH,  ásamt tveimur kennurum sínum þeim Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur og Sigrúnu Þórólfsdóttur. Stjórnendur og námsráðgjafi tóku á móti hópnum og kynntu starfsemi skólans. Þá fylgdu útskriftarnemar gestunum um skólann og kíktu í tíma hjá nokkrum kennurum. Heimsóknin endaði á því að stjórn nemendafélagsins, undir traustri stjórn Sindra formanns, kynnti það sem hæst ber í félagslífi skólans. Gestirnir voru síðan kvaddir með litlum páskaeggjum. Við í FSH vonum að 10. bekkingarnir hafi bæði haft gagn og gaman af og að við sjáum þau sem allra flest í skólanum í ágúst.

Myndir frá heimsókninni má sjá hér.