Nemendafélag FSH

21.2.2013

Starfsbrautin fær góða gjöf

Starfsbrautin í Framhaldsskólanum á Húsavík fékk góða gesti í heimsókn en það voru þær Unnur Kjartansdóttir og Sigurlaug Elmarsdóttir formaður Soroptimistaklúbbs Húsavíkur og nágrennis. Erindið var að færa okkur peningagjöf sem er ætlað að efla það góða starf sem fram fer hér á starfsbrautinni. Peningagjöfin er afrakstur sölu Kærleikskúlunnar sem klúbburinn hefur selt undanfarin ár fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.

Okkur finnst mikill heiður að vera valin í ár og erum afskaplega þakklát. Nú leggjum við hausinn í bleyti og skoðum hvernig þessi góða gjöf nýtist okkur sem best.