Nemendafélag FSH

12.2.2013

Nemendum FSH boðið á háskólakynningu hjá HA

Námsráðgjafi og félagsmálafulltrúi FSH voru nemendum innan handar á kynningunni. Tekið var vel móti hópnum þar sem allar deildir skólans voru kynntar. Að loknum fyrirlestri fengu nemendur leiðsögn um húsakynni skólans. Að lokum bauð svo HA nemendum upp á pizzuveislu og umræðuhópa þar sem nemendur gátu spjalla við háskólanemendur úr öllum deildum skólans. Nemendur voru almennt mjög ánægðir með kynninguna og þökkum við HA fyrir skemmtilegt og fróðlegt heimboð.

Sjá má myndir frá heimsókninni hér