Nemendafélag FSH

27.2.2013

Afbrotahópur heimsækir Akureyri

Fyrst var farið í Héraðsdóm Norðurlands eystra og tók Ólafur Ólafsson, dómsstjóri á móti okkur og kynnti starf réttarins. Einnig fékk hópurinn að fylgjast með örstuttum réttarhöldum þar sem sakborningur mætti reyndar ekki fyrir réttinn.

Eftir hádegi var síðan lögreglustöðin heimsótt. Þar tóku á móti okkur Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn, fangelsisvarðstjóri, tveir fíkniefnalögreglumenn og fíkniefnaleitarhundur og kynntu starfsemi sína. Í lokin var lögreglustöðin og hluti fangelsisins könnuð undir styrkri leiðsögn lögreglumanns og fangavarðar.

Óhætt er að fullyrða að hópurinn hafi komið heim mun fróðari um þessar stofnanir laga og réttar á Akureyri.

Myndir frá ferðinni má sjá hér.