Nemendafélag FSH

11.1.2013

Herdís aðstoðarskólameistari

Herdís Þuríður Sigurðardóttir er komin úr orlofi og er aðstoðarskólameistari. Herdís hóf störf við skólann haustið 2006 og hefur kennt íslensku og ensku. Hún er með BA próf í íslensku og MA próf í íslenskri málfræði frá HÍ. Einnig kennslufræði til kennsluréttinda frá HA. Við gleðjumst yfir komu Herdísar og vonum að samstarfið verði farsælt og skemmtilegt.