31.1.2013
Gjöf frá Þingiðn
Örtölvurnar byggja á opnum hugbúnaði og eru hannaðar til að auðvelda notkun rafeindatækni í ýmiss konar verkefnum. Tölvurnar eru forritaðar með forritunarmáli sem líkist C++. Í byrjun áfangans æfa nemendur sig í nokkrum forritunarmálum sem gagnast þeim við að setja tölvurnar upp og svo munu þeir hanna afurð sem verður stýrt af þeim. Áfanganum lýkur með sýningu á verkefnunum. Hægt er að fylgjast með vinnunni á vefsíðunni www.nordafelag-fsh.blogspot.com.