Nemendafélag FSH

30.1.2013

Fáðu já - sýnd í FSH

Fáðu já - stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs - var sýnd hér í FSH í morgun eins og í fjölmörgum framhaldsskólum landsins. Handrit myndarinnar skrifuðu Brynhildur Björnsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Páll Óskar leikstýrði. Nemendur og starfsfólk voru sammála um að myndin væri gott innlegg í umræðuna um að kynlíf og ofbeldi fari aldrei saman.