2012

19. september 2012

Hjólað í skólann dagurinn í dag

Nemendur og starfsfólk skólans kom ýmist hjólandi eða gangandi í skólann í morgun. Enginn bíll var því sjáanlegur á bílastæðinu og af því tilefni var efnt til myndatöku.

18. september 2012

Hjólað í skólann dagurinn!

Á morgun miðvikudaginn 19. september verður Hjólað í skólann dagurinn haldinn hátíðlegur í FSH. Dagurinn markar upphaf næsta átaksverkefnis í heilsueflingu nemenda og starfsfólks skólans, en í vetur verður áherslan eimitt lögð á að auka hreyfingu.

28. ágúst 2012

Fundur um félagslífið á sal

Stjórn nemendafélags FSH boðaði í morgun til fundar með nemendum skólans til þess að ræða félagslífið framundan og skipa fulltrúa í helstu nefndir og ráð.

16. ágúst 2012

Skólasetning og upphaf kennslu

Framhaldsskólinn á Húsavík verður settur miðvikudaginn 22. ágúst kl. 09.00 á sal. Að skólasetningu lokinni munu nemendur hitta kennara sína og fá hjá þeim upplýsingar um skólastarfið í vetur.

24. maí 2012

Skólaslit og brautskráning vorið 2012

Framhaldsskólanum á Húsavík verður slitið við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju laugardaginn 26. maí kl. 11.00. Að þessu sinni verða 40 nemendur brautskráðir frá skólanum 24 með stúdentspróf og 18 með próf af starfsnámsbrautum.