2012 09

26. september 2012

Félagsvist á tungumáladegi

Nemendur skólans fögnuðu tungumáladeginum í dag með því að spila félagsvist á fimm tungumálum. Nýnemar voru fljótir að læra spilakúnstirnar og stóðu sig mjög vel.

21. september 2012

Sparifatadagur í FSH

Í dag mættu nemendur og starfsfólk í sparifötunum í skólann. Stjórn nemendafélagsins bauð uppá nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma í óvenju löngum löngufrímínútum og kunnu allir vel að meta veitingarnar.

19. september 2012

Hjólað í skólann dagurinn í dag

Nemendur og starfsfólk skólans kom ýmist hjólandi eða gangandi í skólann í morgun. Enginn bíll var því sjáanlegur á bílastæðinu og af því tilefni var efnt til myndatöku.

18. september 2012

Hjólað í skólann dagurinn!

Á morgun miðvikudaginn 19. september verður Hjólað í skólann dagurinn haldinn hátíðlegur í FSH. Dagurinn markar upphaf næsta átaksverkefnis í heilsueflingu nemenda og starfsfólks skólans, en í vetur verður áherslan eimitt lögð á að auka hreyfingu.