Nemendafélag FSH

9.5.2012

Vorpróf í FSH

Nú er kennslu lokið og hefðbundin próftíð tekin við. Fyrsti prófdagur er í dag og sá síðasti verður þann 21. maí. Sjúkra- og endurtektarpróf verða þann 23. maí og prófsýning 24. maí.
Skólanum verður slitið við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju þann 26. maí kl. 11.00, að þessu sinni verða 40 nemendur brautskráðir frá skólanum.