Nemendafélag FSH

30.3.2012

Gleðilega páska

Nemendafélagið bauð uppá páskabingó í gær og vinningarnir voru að sjálfsögðu í formi páskaeggja af ýmsum stærðum og gerðum. Páskafríið hófst í dag og stendur til miðvikudagsins 11. apríl en þá hefst skólastarf á ný. Ekkert hlé verður þó gert á æfingum hjá leikfélagi skólans Píramusi og Þispu þar sem áformað er að frumsýna Gauragang um næstu helgi.