2012 03

30. mars 2012

Gleðilega páska

Nemendafélagið bauð uppá páskabingó í gær og vinningarnir voru að sjálfsögðu í formi páskaeggja af ýmsum stærðum og gerðum.

23. mars 2012

Stuttmyndasýning í dönsku 203

Nemendur í dönsku 203 buðu uppá mjög skemmtilega stuttmyndasýningu í vikunni. Krakkarnir höfðu fengið það verkefni að gera myndband um skólann sinn með það að markmiði að kynna hann sem best fyrir dönskumælandi fólki.

21. mars 2012

Skólafundur í FSH (1)

Í gær komu nemendur og starfsfólk skólans saman á árlegum skólafundi. Skólafundir í FSH eru lýðræðislegur vettvangur fyrir stefnumótandi umræðu í skólanum.