2012 02

26. febrúar 2012

Þema- og Dillidagar í FSH

Næstu daga verður mikið líf og fjör í skólanum þar sem þema- og Dillidagar hefjast mánudaginn 27. febrúar.  Nemendur munu vinna að þemaverkefnum sem bera yfirskriftina Okkar samfélag - okkar framtíð.

20. febrúar 2012

Nemendur Reykjahlíðarskóla í heimsókn

Nemendur Reykjahlíðarskóla sóttu skólann heim sl. fimmtudag. Eftir að hafa fengið kynningu á námsframboði og félagslífi skólans kíktu gestirnir í kennslustundir og fylgdust þar með nemendum og kennurum að störfum.

01. febrúar 2012

Ástráður – unglæknar í heimsókn

Í gær kíktu í heimsókn læknanemar, af öðru ári, á vegum Ástráðs sem er forvarnastarf læknanema. Hefð er fyrir því að læknanemarnir heimsæki nýnema í framhaldsskólum hér sem og á landsvísu þar sem áhersla er lögð á fræðslu um kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og fóstureyðingar.

01. febrúar 2012

Innritun nemenda með fötlun á starfsbrautir framhaldsskóla

Innritun nemenda með fötlun sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla. Innritað verður frá 30. janúar til 29. febrúar 2012. Tímamörk almennrar innritunar gilda þó fyrir þær umsóknir sem berast seinna.