2011

20. desember 2011

Gleðileg jól (1)

Framhaldsskólinn á Húsavík óskar nemendum og starfsfólki skólans, og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, – með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

06. desember 2011

Nemendaverkefni í líffræði

Snæfríður Dröfn Pétursdóttir, 4. árs nemi á Náttúrufræðibraut við Framhaldsskólann á Húsavík, hefur skilað ritgerð um rannsóknarverkefni sitt í verkefnaáfanganum LÍF303.  Ritgerðin heitir "Áhrif hækkunar hitastigs sjávar á lífríki þangfjöru í Bakkakrók norðan Húsavíkur" en Snæfríður bar saman rannsóknaniðurstöður á sama sniði í Bakkakrók frá 1996 og 2008.  Í stuttu máli virðist tegundafjölbreytni og einstaklingafjöldi dýra hafa aukist á tímabilinu auk þess sem lóðrétt dreifing sumra dýrategunda upp fjöruna er meiri 2008 en 1996.  Þá hefur lóðrétt dreifing helstu þangtegunda breyst þannig að klóþang er að færa sig innar í "Krókinn" og skúfaþang, sem er kaldsjávartegund og er venjulega neðsta þangtegundin í norðlenskum fjörum, virðist vera að hopa fyrir bóluþangi.

06. desember 2011

Jólavist á sal

Þann 1. desember komu nemendur saman í sal skólans og gerðu sér glaðan dag fyrir próftíðina framundan með því spila félagsvist. Spilamennskan gekk vel og þeir sem voru ekki með allt alveg á hreinu í upphafi voru fljótir að læra.

08. nóvember 2011

Skógarferð á forvarnardegi gegn einelti

8. nóvember hefur verið valinn sem sérstakur dagur í baráttunni gegn einelti hér á landi. Í tilefni dagsins hefur verið ákveðið að ganga frá (þjóðar) sáttmála um að vinna gegn einelti.

08. nóvember 2011

Alþjóðlegur dagur gegn einelti

8. nóvember hefur verið valinn sem sérstakur dagur í baráttunni gegn einelti hér á landi. Af tilefni dagsins hefur verið ákveðið að ganga frá (þjóðar) sáttmála um að vinna gegn einelti.

04. nóvember 2011

Nemendur úr 10. bekk Borgarhólsskóla í heimsókn

Fimmtudaginn 3. nóvember heimsóttu 10. bekkingar úr Borgarhólsskóla skólann. Krakkarnir fengu kynningu á náminu og félagslífinu í skólanum, skoðuðu sig um í skólanum og kíktu auk þess í kennslustundir undir leiðsögn nemenda úr stjórn nemendafélagsins.

03. nóvember 2011

Sigurveig Gunnarsdóttir gefur út sína fyrstu bók

Nýlega kom út bókin Hafmeyjan á Laugarvatni eftir Sigurveigu Gunnarsdóttur. Sigurveig er 17 ára og nemandi á öðru ári hér í FSH. Bókin er fyrsta bók höfundar og segir frá vinkonunum Láru og Maríu sem dvelja í sumarbústað við Laugarvatn.