Nemendafélag FSH

5.10.2011

Hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna

Snilldarlausnir Marel er hugmyndasamkeppni sem gengur út á það að gera sem mest virði úr einum ákveðnum einföldum hlult. Árið 2009 var hluturinn herðatré, árið 2010 var það pappakassi en í ár er það dós sem leikur aðalhlutverkið.
Hver man ekki eftir flotta pappakassanum sem vann keppnina í fyrra og hinum fjórum frábæru hugmyndunum sem komu úr skólanum okkar. Það væri gaman ef sem flestur tækju þátt í ár og að verðlaunin færu aftur til FSH.
Þetta aukna „virði“ eiga þátttakendur að taka upp á myndband, ekki lengra en 3 mínútur og senda inn í keppnina.
Allir framhaldsskólanemendur á landinu mega taka þátt og það er ekkert hámark á fjölda myndbanda.
Verðlaunin eru ekki af verri endanum en þau eru:
Snilldarlausnin 2011: 100.000 kr.
Flottasta myndbandið: 50.000 kr.
Frumlegasta hugmyndin: 50.000 kr.
Skilafrestur er til og með mánudeginum 17. október. Tillögum er skilað með því að hlaða þeim á youtube og senda hlekkinn (link) á snilldarlausnir@innovit.is.