Nemendafélag FSH

13.10.2011

Góðir og fróðir gestir

Í dag komu þau Sigursteinn Másson og Marianna Rassmusen í heimsókn í skólann og fræddu nemendur um dýravernd og rannsóknir hvölum. Marianne Rassmusen hefur um árabil stundað rannsóknir á hvölum m.a. hér í Skjálfandaflóa. Sýndi hún nemendum myndir frá rannsóknum sínum og leyfði þeim heyra upptökur af mismunandi hljóðum sem hinar ýmsu hvalategundir gefa frá sér. Nemendur voru vel með á nótunum ekki síst þeir sem vinna við að upplýsa ferðamenn í hvalaskoðunarferðum um flóann á sumrin.