Nemendafélag FSH

19.9.2011

FSH verður heilsuskóli

Þriðjudaginn 20. september kl. 09.30 verður FSH heilsuskóli. Fulltrúar frá Lýðheilsustöð munu sækja skólann heim með skilti og fána og hefst þá heilsuskólaverkefnið formlega. Sérstök athöfn með skemmtiatriðum frá nemendum fer fram í skólanum af þessu tilefni. Nánar um þetta verkefni má sjá á vef Lýðheilsustöðvar / Landlæknisembættis http://www2.lydheilsustod.is/