Nemendafélag FSH

30.5.2011

Umsóknir um skólavist á haustönn 2011

Innritun nýrra nemenda stendur yfir þessa dagana og lýkur þann 9. júní nk.  Við hvetjum alla til þess að kynna sér námsframboð skólans á heimsíðunni.  Nánari upplýsingar um námsleiðir og áfanga í boði veitir Björgvin Rúnar Leifsson áfangastjóri.
Vakin er sérstök athygli á því að nú býður skólinn einnig uppá fjarnám, en það er sérstaklega ætlað þeim nemendum sem ekki eiga þess kost að sækja skóla á hefðbundnum dagskólatíma. Þá mun skólinn áfram bjóða uppá nám á starfsnámsbrautum á sviði umönnunar síðdegis í fjarfundi.  Til þessa hafa nemendur okkar setið fjarfundi víðsvegar um norður- og austurland s.s. á Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn, Laugum, Akureyri, Egilsstöðum, Neskaupstað og Höfn í Hornafirði.