16.5.2011

Stuttmynd

Í áfanganum Listir og skapandi starf á starfsbraut hjá Siggu Hauks hafa stelpurnar Arnljót Anna og Sylgja Rún dundað sér við að gera stuttmynd í vetur. Þær byrjuðu á því að skoða aðrar stuttmyndir, veltu fyrir sér hvað og hvernig mynd þær myndu vilja gera. Svo spratt fram handrit og þá var ekkert annað að gera en að skella sér í upptökur sem tókust fram úr hófi vel, en þær fóru fram utandyra um allan bæ. Stelpurnar buðu á frumsýningu fimmtudaginn 12. maí og var bíóstofan troðfull enda boðið upp á alvöru popp og kók.

Myndin heitir Ævintýri og þema myndarinnar var kunnuglegt- álfadís og þrjár þrautir og óskir í verðlaun. Bráðskemmtileg stuttmynd, vel leikin og með óvæntum gestaleikurum. Við óskum þeim stöllum innilega til hamingju með myndina og vonumst eftir fleirum stuttmyndum frá nemendum FSH.

Myndir frá sýningunni má sjá hér.