3.5.2011

ARG!

Skólablaðið ARG kom út fyrir síðustu helgi og var borið út í Norðurþingi og á Tjörnesi. Þetta er fyrsta skólablaðið þar sem útskriftarnemar sjá ekki um blaðið en í haust þegar skólaárið hófst buðu nokkur vösk ungmenni sig fram í að ritstýra blaðinu en það eru þau Brynja Rún Benediktsdóttir, Heiðdís Hafþórsdóttir, Líney Gylfadóttir, Sindri Ingólfsson, Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir og Sonja Sif Þórólfsdóttir. Mikil vinna liggur á bak við blaðið sem inniheldur skemmtilegt og fjölbreytt efni eins og t.d. forsíðu þar sem krakkarnir klæðast fötum frá síðustu áratugum síðustu aldar og umfjöllun um þá áratugi í blaðinu, viðtöl við eldri nemendur, nemendur sem hafa ferðast víða, félagslífið í skólanum og margt fleira. Við óskum krökkunum til hamingju með frábært blað og hlökkum til framhaldssins af ARGinu.